Pepticate

Pepticate er þurrmjólk ætluð börnum með kúamjólkurofnæmi. Pepticate inniheldur trefjar (prebiotics), sem hafa jákvæð áhrif á þarmaflóruna og svipar til trefjasamsetningar brjóstamjólkur. Inniheldur DHA og AA fitusýrur sem eru mikilvægar fyrir heila og sjón þroska. Pepticate er ætlað ungbörnum frá fæðingu og sem viðbótarnæring eftir 6 mánaða aldur. Pepticate er glútenlaust. Æskilegt að nota í samráði við lækni eða næringarfræðing.

Nutricia styður ráðleggingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) að móðurmjólkin er besta næring sem völ er á fyrir ungbarn.

Hefðbundin blöndun: 13,6g duft blandað við 90ml vatn. Styrkur á mjólkurblöndu og magn sem gefið er í gjöf er einstaklingsbundið og ákveðið í samráði við meðferðaraðila.

100g af dufti
Orka: 484kcal/2024kJ
Prótein: 11,6g
Trefjar: 4g

Ofnæmisvaldar: klofin mjólkurprótein, fiskur (omega-3 olíur)

Sölueining: 1x450g

Pepticate geymist í 4 vikur við stofuhita eftir opnun.
Tilbúna blöndu má ekki endurhita.

Nánar á vefsíðu Nutricia í Danmörku

Tengdar vörur

Go to Top