Nutrison Advanced Cubison
Næring sem er ætluð einstaklingum með langvinn sár s.s. þrýstingssár og/eða fótasár. Nutrison Advanced Cubison er próteinrík og inniheldur argenín, Zink, C-vítamín og andoxunarefni. Argenín hefur jákvæð áhrif á sáragræðsluferli.
Fullgild við 1500ml
Orka: 1,0kcal/ml
Prótein: 55g/1000ml
Trefjar: 15g/1000ml
Ofnæmisvaldar: Mjólk og soja
Sölueining: 8x1000ml
Næringin inniheldur MF6™ trefjablöndu sem er blanda af 6 vatnsleysanlegum og óvatnsleysanlegum trefjum. Það endurspeglar fjölbreytt mataræði og tryggir virkni í öllum hlutum meltingarvegarins. MF6™ hefur jákvæð áhrif á meltinguna og getur m.a. dregið úr niðurgangi. Þessi trefjasamsetning endurspeglar heilbrigt mataræði.
Óopnuð næring skal geymd á þurrum stað við 5-25°C. Mikilvægt er að hrista flöskuna fyrir notkun. Nutrison getur hangið í 24 klst við stofuhita tengd við lokað kerfi. Ef ekki er notast við lokað kerfi þarf að geyma næringuna í ísskap og skal hún notuð innan 24 klst. Næringin þarf að ná stofuhita áður en hún er gefin. Mælt er með því að nota næringardælu við næringargjöf með slöngu. Magn næringar er einstaklingsbundin og ætti að vera ákveðinn í samræmi við meðferðaraðila.